Dominos deild karla fer aftur af stað eftir bikarhléið í dag. Fjórir leikir fara fram og tveir nágrannaslagir í boði. 

 

Barist verður um Norðurlandið á Akureyri þar sem nýbakaðir bikarmeistarar Tindastóls eru í heimsókn. Fyrri leik liðanna á tímabilinu unnu Sauðkrækingar 92-70 á heimavelli.

 

Ghetto Hooligans verða bókað í miklu stuði í Breiðholti þegar þeirra lið ÍR fær KR í heimsókn. KR vann fyrri leik liðanna í DHL-höllinni 88-78. KR vann einnig á síðasta tímabili í Hertz-hellinum og er það eitt af fáum heimaleikjum sem ÍR hefur tapað síðustu misserin og því mikið í húfi. 

 

Stjarnan fær Njarðvík í heimsókn í Ásgarð. Fyrri leikinn unnu Njarðvíkingar með tíu stigum en mögulegt er að liðin endi á svipuðum stað í deildinni og því mikilvægt að ná yfirhöndinni í innbirgðisviðureignum liðanna. 

 

Í Þórlákshöfn mæta svo Hafnfirðingar til að leik við Þór. Fyrri leikinni unnu Haukarnir stórt eða 96-64 og því líklegt að Þór vilji hefna þeirra ófara. Þórsarar verða án Halldórs Garðars Hermannssonar sem verður í banni. 

 

Þá fer fram toppslagur 1. deildar karla í Borgarnesi þar sem Breiðablik mætir. Blikar unnu fyrri leik liðanna sannfærandi en leikir þessara liða gætu ráðið úrslitum í deildinni. 

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild karla:

 

Þór Akureyri – Tindastóll – kl. 19:15 í beinni á Þór TV
ÍR – KR – kl. 19:15 í beinni á Stöð 2 Sport

Stjarnan – Njarðvík – kl. 19:15
Þór Þ – Haukar – kl. 19:15

 

1. deild karla:

 

Skallagrímur – Breiðablik – kl. 19:15