Snæfell fengu Gnúpverja í heimsókn í dag liðin töpuðu bæði í síðustu umferð og ætluðu sér líklegast að rétta úr kútnum. Fljótt á litið voru heimamenn ekki til staðar og voru að spila eins og lið sem þurfti að spila leikinn í stað þess að sýna sitt rétta andlit og láta gestina, sem mættu með hörku, hafa fyrir hlutunum.
Af hverju?
Hólmarar mættu hauslausir í leikinn og náðu aldrei í leiknum að koma honum á. Brosið og baráttan var gestana á meðan heimamenn voru ekki að spila saman, drippluðu mikið og klikkuðu úr 16 af 34 vítum í leiknum (fóru aldrei á línuna í 4. leikhluta). Leikstjórnanda vantaði í liðið og það var enginn sem tók það á sig að fylla það skarð. Gnúpverjar létu Hólmara hafa fyrir öllu, pressuðu maður á mann allan völl á þann sem kom upp með boltann og létu Chris Covile ekki í friði (þó svo að oft hafi þeir verið nokkið nálægt línunni). Lið sem spilar réttu megin við línuna og berjast vinna svona leiki.
100% sigurhlutfall í Hólminum?
Án þess að kafa djúpt í söguna þá fara Gnúpverjar skellihlæjandi úr Hólminum með 100% sigurhlutfall (nema þeir hafi mætt Mostra á gullaldar tíma þeirra).
Kredit-ið
Gnúpverjar fá 95% kredit úr þessum leik hin 5% fá þeir sem nenntu að horfa úr stúkunni. Það eru alvöru stuðningsmenn sem gera það. Liðið lofar að sýna sitt rétta andlit í næsta leik. Gnúpverjar spiluðu einfaldlega miklu betur og settu dass af ástríðu og blandaða baráttu í leikinn og fengu þannig sigurinn.
Tölfræði punktarnir:
Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)