Framherjinn efnilegi Arnór Sveinsson hefur skipt frá uppeldisklúbbi sínum í Keflavík yfir í Njarðvík fyrir seinni hluta þessa tímabils. Arnór, sem er 17 ára gamall, hefur leikið með meistaraflokki Keflavíkur frá árinu 2016, en hefur aðeins tekið þátt í 7 leikjum með þeim það sem af er tímabili. 

 

Leikmaðurinn hefur verið hluti af bæði undir 16 ára liði Íslands og nú síðast undir 18 ára liðinu síðastliðið sumar, þar sem hann skoraði 9 stig og tók 3 fráköst að meðaltali í leik á Evrópumótinu í Eistlandi.