Bakvörðurinn Andrés Kristleifsson mun leika með Fjölni það sem eftir er af tímabili. Mun hann vera þar á venslasamning frá félagi sínu Keflavík, en eftir að hafa slitið krossbönd á síðasta tímabili með þeim, hefur hann enn ekki komið við sögu á þessu.

 

Fjölnir er sem stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni 1. deildarinnar, með 14 stig í 6. sæti eftir 16 umferðir.