Ágúst var nokkuð sáttur við sína menn þrátt fyrir tap:

 

Tapaðir boltar og hræðileg byrjun gerir þetta strax ansi erfitt fyrir ykkur?

 

Já, KR-vörnin var bara ógeðslega góð og bara hrós á hana. Það var þess vegna sem við töpuðum boltum þó einhverjir hafi kannski skrifast á klaufaskap hjá okkur. En það er virðingarvert hjá mínum mönnum að gefast ekki upp og koma þessu í leik og gefa þessu séns.

 

Já, mér fannst það sjást í þessum leik að Valsliðið er á þeim stað að það brotnar alls ekki svo auðveldlega þó illa gangi?

 

Nei einmitt, að er alveg hárrétt, þeir eru rosalega sterkir karakterar og mikið varið í þessa drengi í liðinu. Þeir leggja sig alla fram og það er ekki hægt að fara fram á meira en það. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þeim í kvöld þó leikurinn hafi ekki farið eins og þeir vilja – þeir gerðu allt sem að þeir gátu. Það er helst í fyrsta leikhluta þar sem við hefðum kannski getað gert betur.

 

Nú voruð þið í 9-10. sæti fyrir leikinn, ekki mjög langt niður né upp, auðvitað viljið þið horfa upp en eruð þið að gæla við það að komast í úrslitakeppnina?

 

Við erum eiginlega bara á þeim stað sem við viljum vera á. Auðvitað hefðum við viljað vera ofar en við erum á þeim stað þar sem við erum að keppa að einhverju allt tímabilið. Við erum ekki í lygnum sjó eða þannig, við erum í bullandi séns á að komast ofar en megum ekkert slaka á þvi þá eigum við það á hættu að fara neðar. Það er þannig sem við viljum hafa það, jákvæð og góð pressa á okkur.

 

Viðtal / Kári Viðarsson