Ægir Þór Steinarsson reyndist mikilvægur fyrir lið sitt TAU Castello í spænsku B-deildinni þessa umferðina. 

 

Liðið vann öflugan sigur á Araberri og má segja að lokaspretturinn hafi verið hádramatískur. Ægir Þór Steinarsson tók boltann upp í stöðunni 87-88 fyrir Araberri. 

 

Ægir tókst sjálfur að koma sér að körfunni eftir að hafa farið illa með varnarmann Araberri. Hann setti svo huggulegt flotskot ofaní þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Þar með tókst honum að tryggja sigurinn fyrir Castello í ótrúlegum leik.

 

Ægir endaði með 14 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst. Castello er komið í sjöunda sæti deildarinnar eftir brösuga byrjun. Liðið hefur nú komið fjóra af síðustu fimm leikjum og eru að komast í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina.