Íþróttafólk ársins hjá ÍR var útnefnt í gær þar sem leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson var valinn íþróttamaður ÍR 2017. Íþróttakona ÍR þetta árið var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir.

Í tilkynningu frá ÍR segir:

Aníta vann m.a. til bornsverðlauna á EM innanhúss á árinu og bætti Íslandsmetin í 800m og 1500m hlaupum.  Matthías Orri leiðir lið ÍR í toppbaráttu Dominosdeildarinnar í körfuknattleik um þessar mundir og lék sína fyrstu karlalandsleiki á árinu.
Matthías Orri og Aníta voru valin úr hópi um 2700 skráðra iðkenda sem stunda 10 mismunandi íþróttagreinar undir merkjum ÍR á árinu 2017.