Fjórir leikir fara fram í níundu umferð Dominos deildar kvenna í dag. Mikil spenna hefur verið í deildinni hingað til og nóg um óvænt úrslit. 

 

Í Stykkishólmi fer fram Vesturlandsslagur Snæfells og Skallagríms. Skallagrímur tapaði fyrri leik liðanna en liðið hefur náð þremur sigurleikjum í röð að þessum. Á meðan er Snæfell í nokkrum meiðslavandræðum en ekkert hefur verið gefið eftir í leikjum þessara liða til þessa. 

 

Njarðvík sem enn leitar af sínum fyrsta sigri í vetur fær Hauka í heimsókn en Haukar unnu fyrri leikinn með miklum mun. Í Smáranum mætir Stjarnan Breiðablik en heimakonur hafa ekki tapað mörgum leikjum þar í vetur. 

 

Í sjónvarpsleik dagsins mætast topplið deildarinnar þess stundina liði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur. Valur vann fyrri leikinn í Keflavík og því hefur Keflavík harma að hefna að Hlíðarenda. 

 

Fjallað verður um leiki dagsins á Karfan.is í dag. 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Njarðvík – Haukar kl 16:30 

Snæfell – Skallagrímur kl 16:30

Valur – Keflavík kl 16:30 í beinni á Stöð 2 Sport

Breiðablik – Stjarnan kl 16:30