Haukar völtuðu yfir Njarðvík í síðustu umferð Domino´s-deildar karla. Lokatölur í Schenkerhöllinni voru 108-75 Hauka í vil. Þetta tap er það versta í sögu Njarðvíkinga á heimavelli Hauka. Fyrir leikinn síðustu helgi var versta frammistaða Njarðvíkinga 19 stiga ósigur gegn Haukum í Strandgötu árið 1993 (92-73).

 

Njarðvík var undir á öllum stöðum vallarins í tapinu gegn Haukum síðasta sunnudag en liðið lék þá sinn annan leik á 45 klukkustundum. Daníel Guðni Guðmundsson sagði það enga afsökun fyrir skelfilegri frammistöðu í viðtali við Karfan.is eftir leik. Nánar má lesa um leikinn sem nú er kominn í sögubækurnar hér. 

 

Njarðvíkingar fá heldur betur tækifæri til að koma til baka með stæl eftir þetta tap. Liðið mætir nágrönnum sínum í Keflavík í Ljónagryfjunni eftir landsleikjahléið eða þann 3. desember næstkomandi.