Valur Orri Valsson er loks farinn af stað með Florida Tech háskólanum. Liðið hefur leikið tvo leiki í deild en liðið hefur tapað þeim báðum. 

 

Valur hefur verið í byrjunarliði Florida í báðum leikjunum en í þeim fyrri sem fram fór á laugardag tapaði Florida 87-82. Valur var þar með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.

 

Í seinni leiknum sem var í gærkvöldi var Valur Orri með 3 stig og 3 stoðsendingar í stóru tapi gegn Clark Atlanta. Auk þess var átti Valur góða leiki fyrir skólann á undirbúningstímabilinu. 

 

Valur kom til skólans fyrir ári síðan en gat ekki leikið með liðinu vegna reglna hjá Bandaríska háskólaboltanum. Hann æfði hinsvegar vel með liðinu og er því ansi vel undirbúinn fyrir þetta tímabil.