Skallagrímur fékk Val í heimsókn í Fjósið. Leikurinn var í 10.umferð Dominos-deildar kvenna. Valur byrjaði leikinn með látum en þegar 5 mín höfðu lifað af leiknum meiðist Sigrún Sjöfn alvarlega. Skallagrímur virtist missa alla trú á því sem þær reyndu að gera og Valur kláraði leikinn þrátt fyrir skemmtilegar lokamínutur, þar sem Skallagrímur gerði leikinn að leik. Valur kláraði leikinn, 79-82.
Fjósið, Borgarnes.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Sigurbaldur Frímansson. Ekki slæmt tríó á ferðinni. Allir vel gel-aðir.
Liðin deila efsta sætinu með Haukum en öll lið með 12 stig eftir 9 umferðir.
Skallagrímur er á miklu skriði, með 4 sigur leiki í röð á meðan að Valur hefur tapað síðustu 2 leikjum sínum.
Byrjunalið Skallagríms: Carmen-Sigrún-Guðrún-Jóhanna-Jeanne.
Byrjunarlið Vals: Guðbjörg-Hallveig-Elín Sóley-Alexandra-Dagbjört.
1. leikhluti:
Er staðan var 2-2, tók Valur 2-12 áhlaup. Skallagrímur náði að koma með þrjár körfur en þá meiddist Sigrún Sjöfn. Fór úr axlarlið og hún flutt á heilsugæsluna. Skallagrímur náði að koma muninum í 12-18 en þá komu 5 stig á móti 2 stigum og Valur fór með 9 stiga forystu í annan leikhlutan, 14-23.
2.leikhluti.
Skallagrímur kom með kraft inn í leikhlutan og komu muninum í 19-23 og svo 22-25. En þá kom 0-9 áhlaup frá Val og Ricci tók leikhlé. Jóhanna kom grimm út úr leikhléi og skellti 5 snöggum stigum en Valur kláraði leikhlutan 17-21 og staðan því í hálfleik, 31-45.
Hálfleikstölur liðanna: Skallagrímur var að skjóta 33% á meðan Valur var að skjóta 47%. Skallagrímur var með 29 fráköst á móti 17 hjá Val. 14 tapaðir boltar hjá Skallagrím á móti 4 hjá Val.
Hálfleikstölur leikmanna: Carmen var komin með 11 stig-7 fráköst. Bríet 2 stig-8 fráköst og Jóhanna 14 stig og 6 fráköst. Hjá Val var Elín Sóley komin með 11 stig, Hallveig 9 stig og Dagbjört 7 stig.
3.leikhluti.
Skallagrímur náði góðu áhlaupi og kom muninum í 9 stig, 41-50 en Valur kláraði leikhlutan með 8-13 kafla og voru með 14 stiga forystu fyrir síðasta leikhlutan, 49-63.
4.leikhluti.
Valur hélt þessari forystu fram að 3 síðustu mínutum leiksins. Þá tóku Skallagrímur kipp og kom muninum minnst í 76-81. En tíminn var ekki nægur fyrir Skallagrím og Valur landaði góðum sigri á Skallagrím, 79-82.
Tölfræði tölur liðana: Skallagrímur með 38% skotnýtingu en Valur með 40% nýtingu. Skallagrímur með 57 fráköst á móti 39 og Skallagrímur með 22 tapaða bolta á móti 12.
Tölfræði leikmanna: Hjá Skallagrím var Jóhanna með 27 stig-11 fráköst og 5 blokk. Carmen með 34 stig-18 fráköst en 5 tapaða bolta. Bríet 8 stig-14 fráköst. Hjá Val var Alexandra með 14 stig-8 fráköst og 5 stolna. Dagbjört með 13 stig- 4 fráköst-4 stoð og Guðbjörg með 12 stig- 7 stoð-3 fráköst. En annars var það sterk liðsheild hjá Val út leikinn.
Upp og Áfram!!!
Myndasafn (Væntanlegt)
Viðtöl eftir leik:
Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson
Mynd / Tomasz Kolodziejski