Fjórir leikir voru leiknir í Domino's deild kvenna í kvöld og fór þar hæst Vesturlandsslagur Snæfells og Skallagríms. Skallagrímskonur lögðu þær frá Snæfelli í Stykkishólmi 56-67, sem var undir stjórn Skallagríms allan tímann þrátt fyrir ásókn Snæfells í seinni hálfleik.

 

 

Keflavík hafði af sigur gegn Val á Hlíðarenda í hnífjöfnum leik, 74-81 og Haukar voru ekki í miklum vandræðum með Njarðvík, 57-98.

 

Breiðablik sigraði Stjörnuna í Kópavoginum í jöfnum leik, 74-70 og eru þar með jafnar Stjörnunni að stigum.