Miðherji Valencia, Tryggvi Snær Hlinason, mun leika með íslenska landsliðinu komandi mánudag gegn Búlgaríu í Laugardalshöll. Íslenska liðið hefur leik í kvöld gegn Tékklandi, en Tryggvi hafði ekki kost á að vera með liðinu í þeim leik vegna skuldbindinga hjá félaginu.

 

Þá mun leikmaður KR, Brynjar Þór Björnsson, einnig koma inn í hóp liðsins fyrir leikinn á mánudaginn, en hann missir af leik kvöldsins í Tékklandi sökum veikinda.