Tryggvi Hlinason lék með Spánarmeisturum Valencia í Evrópudeildinni í kvöld gegn Olympiakos. Hann kom inn á snemma í fyrsta leikhluta og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn með tröllatroðslu beint úr sendingu frá Guillem Vives. 

 

Tryggvi lék aðeins um 9 mínútur í leiknum en skoraði þó tvö stig, tók tvö fráköst, varði eitt skot og stal einum bolta. Valencia þurfti hins vegar að sætta sig við ósigur í leiknum gegn sterku liði Olympiakos.

 

Troðsluna er hægt að sjá á vef SportTV.is