Þórsarar komu norður yfir land í kvöld í leit að sínum öðrum sigri en UMFT ætlaði að verja Síkið sem fyrr. 

Fyrir leik.

Hvort lið um sig skörtuðu nýjum erlendum leikmönum í kvöld og mörgu hægt að velta fyrir sér fyrir leikinn.

Gangur leiks. 

Jafnræði framan af fyrri hálfleik annars rosalega leiðilegur leikur sem Tindastóll vann ansi örugglega. Lokastaðan 92-52 fyrir heimamenn.

Gestirnir. 

Áður enn tannkremið snerti burstana í morgunn voru Þórsarar búnir að tapa leiknum. DJ Balentine spilaði sinn fyrsta leik a landinu i kvöld og var hann vægt til orða tekið slakur. Hann skilaði 2 stigum i einu af tíu skotum, 2 fráköst og 3 stoðstoðsendinga. Engin Þórsari mætti til leiks i kvold nema Halldór Garðar Hermannsson.

 

Sóknarleikur Þórsara var slakur allan leikinn nema þegar fyrrnefndur Halldór gerði eitthvað. Eðalmaðurinn Einar Árni verður að fá menn sina til að spila af trú, sannfæringu og dug ef ekki á illa að fara i vetur. Það er ekkert í leik Þórs sem lítur vel út í dag og er spurning hversu sterkir Snorri og Ólafur eru sem framvarðarpar. Auðvelt að falla af þeim og litill hraði af knattraki.

Heimamenn.

Tindastóll skipaði nýjum leikmanni i kvold, Brandon Garett og skilaði kauði 13 stigum í 10 skotum og 9 fráköstum en um leið var með 5 tapaða bolta. Hann spilaði 19 mínútur og leit annars vel út. Hann er með langar hendur, kvikur á fæti og á sennilega eftir að reynast drjúgur í varnarleik UMFT.

 

Annars svöruðu UMFT engum spurningum í kvöld. Erfitt er að greina liðið að svo stöddu. Martin virðist vera með góða stjórn á hópnum og manni virðist sem leikmenn spili fyrir hann jafnt sem bæinn og fjörðinn.

Big Hez og Pétur Rúnar.

Þó svo að AC Hester hafi ekki verið saknað i kvöld verður erfitt að fylla skarð hans. Maðurinn með vinalegasta andlitið en um leið kjötaðasta skrokinn í deildinni. Vér vonum öll að að þessi mikli meistari snúi aftur í Tindastóls treyju  Pétur meiddist snemma leiks og ekki vitað að svo stöddu um ástand hans. En Pétur hefur verið einn besti ás í deildinni í vetur þrátt fyrir lága skotnýtingu en breidd UMFT er mikil í ás og tvist… og þrist.  

 

Tölfræði leiksins.