Fjórum leikjum er lokið í Dominos deild karla í kvöld. Tindastóll kom sér á toppinn í bili með sigri á Keflavík en Antonio Hester meiddist í fyrri hálfleik og var ekkert með í þeim seinni. 

 

Nýliðar Hattar réðu ekkert við Hauka í Hafnarfirði og á Akureyri sótti Njarðvík góðan sigur. Mesta spenna kvöldsins var í leik Þórs Þ og ÍR á Þorlákshöfn. Þar náði ÍR í sigur með góðum fjórða leikhluta og heldur því í við Tindastól á toppi deildarinnar.  

 

Í 1. deild karla fór svo fram vesturlandsslagur þegar Skallagrímur tók á móti Snæfell og unnu heimamenn góðan sigur. Nánar verður fjallað um alla leiki dagsins á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

Úrslit kvöldsins:

 

Dominos deild karla: 

 

Keflavík 88-97 Tindastóll

Haukar 105-86 Höttur

Þór Ak 85-92 Njarðvík 

Þór Þ 69-77 ÍR

 

1. deild karla 

 

Skallagrímur 108-97 Snæfell