Sjötta umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Þrír þeirra eru í beinni útsendingu þar sem að viðureign Keflavíkur og Tindastóls verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport, leikur Hauka og Hattar verður beint á Haukar Tv og að norðan verður sýnt beint frá átökum Þórs Akureyri og Njarðvíkur á Þór Tv.

 

Allir hefjast leikirnir kl. 19:15