Áttundu umferð Dominos deildar karla lauk fyrir stundu með sigri Þór Þ á Val. Þórsarar unnu síðast í deild þann 27. október og því mikilvægt fyrir liðið að komast aftur á sigurbraut.

 

Leikurinn var nokkuð í járnum en Þór Þ var alltaf skrefi á undan. Þórsarar tóku ótrúlegt magn af þriggja stiga skotum en Valur tókst ekki að halda uppi góðri frammistöðu síðustu vikna.

 

Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld á Karfan.is 

 

Úrslit kvöldsins: 

 

Dominos deild karla

 

Þór Þ 78-68 Valur