Nú er ljóst hvaða lið eru komin áfram í 8 liða úrslit Maltbikars karla og kvenna. Öllum leikjum er lokið í 16. liða úrslitum karla og kvenna og kemur því í ljós í dag hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum. 

 

Sjö úrvalsdeildarlið verða í hattinum er dregið verður í 8 liða úrslitum karla en Grindavík, Valur og Þór Ak féllu úr leik í 16 liða úrslitum gegn öðrum úrvalsdeildarliðum. Eitt lið er úr 1. deild en það er Breiðablik sem vann stjörnumprítt lið KR b í 16 liða úrslitum. 

 

Í Maltbikar kvenna voru þrjú lið sem sátu hjá í síðustu umferð keppninnar en það voru Reykjavíkurfélögin KR, ÍR og Valur. KR og ÍR eru einmitt einu 1. deildar liðin sem eru eftir í pottinum en Haukar og Stjarnan eru þau úrvalsdeildarfélög sem féllu úr leik í 16 liða úrslitum. 

 

Dregið verður í 8. liða úrslitum Maltbikarsins í dag kl 12:15 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ljóst er að spennandi viðureignir eru framundan í 8. liða úrslitum. 

 

Öll liðin sem verða í pottinum er dregið verður í 8 liða úrslitum eru hér að neðan:

 

Þessi lið eru komin áfram í 8 liða úrslit Maltbikars karla: 

 

Haukar

Breiðablik

ÍR

Tindastóll

Keflavík

KR

Njarðvík

Höttur

 

Þessi lið eru komin áfram í 8 liða úrslit Maltbikars kvenna: 

 

Breiðablik

 

ÍR

Keflavík

KR

Njarðvík

Skallagrímur

Snæfell

Valur