Íslenska A-landsliðið kvenna lék annan leik sinn í undankeppni Eurobasket 2019 í kvöld. Leikið var gegn Slóvakíu en liðin mættust einnig í undankeppni HM fyrir rúmu ári en þá vann Slóvakía ansi stóran sigur. 

 

Ísland fór vel af stað í þessum leik og leiddi eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum og þriðja leikhluta náði Slóvenía forystu en Íslenska liðið var alltaf í skugganum og þurfti eitt gott áhlaup til að gera þetta að leik. 

 

Slóvakía tryggði sér hinsvegar sigur með frábærum lokasprett þar sem liðið hélt Íslandi í 11 stigum í þeim leikhluta. Lokastaðan 78-62 fyrir Slóvakíu. 

 

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 22 stig og 6 stoðsendingar. Þá var Hildur Björg Kjartansdóttir með 9 stig og 10 fráköst. 

 

Nánar verður fjallað um leikinn á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

Úrslit dagsins:

 

Undankeppni Eurobasket 2019. 

 

Slóvakía 78-62 Ísland