Tveir leikir fara fram í Maltbikarkeppni kvenna í dag. Skallagrímur var í gær fyrsta liðið til að komast áfram í næstu umferð keppninnar með sigri á Fjölni. 

 

Í dag mæta Hólmarar til Akureyrar og Grindavík fær nágranna sína í Keflavík í heimsókn. Í báðum viðureignum eru það 1. deildar lið sem fá Dominos deildar lið í heimsókn og því fyrirfram líklegra að liðin í efstu deild fari áfram. Þór og Grindavík vilja sjálfsagt vísa þeim spám til föðurhúsanna og mæta dýrvitlaus til leiks. 

 

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is í dag en alla leikina má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins: 

 

Maltbikar kvenna: 

 

Þór Akureyri Snæfell – kl. 14:00 í beinni á Thorsport.is 

Grindavík Keflavík – kl. 15:00