Fjósið, Borgarnesi.

 

Skallagrímur sigraði Vestra í sínum síðasta leik og FSU sigraði ÍA.

Eftir góðan byrjun FSU-kappa, þá tóku Skallagrímur öll völd á leiknum og kláruðu leikinn 110-83.

Dómarar voru ekki af verri endanum. Trommarinn Gulli Briem og herra forseti sjalfur, Sveinn Björnsson.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Flake-Eyjólfur-Aaron-Kristófer-Kristján

Byrjunarlið FSU: Sveinn-Hlynur-Florijan-Charles-Ari

 

1.leikhluti: „Hvar er vörnin-inn?“.

 

Liðin byrjuðu á að skiptast á körfum. FSU fóru að síga fram úr um miðbik leikhlutans og voru grimmari. Varnarleikur var til staðar en ekki fyrirferða mikill. Með nýjum mönnum af bekknum og meiri greddu,  tókst Skallagrímur að jafna og komast yfir 25-23.

 

2.leikhluti: „Má bjóða þér þrist?“.

 

Þriggja stiga sýning í boði Kaupfélags Borgarfjarðar átti cher stað í öðrum leikhluta. Alls duttu 8 slíkir hjá báðum liðum. Skallagrímur keyrði upp hraðan og var komin með góða forystu 45-34 en þá kom 5-11 kafli hjá FSU sem lokaði hálfleiknum 50-45.

 

Hálfleikstölur

 

Liðin: Bæði lið að skjóta svipað, Skallagrímur 51% en FSU 44%. Svipaðir tölfræði punktar hjá báðum liðum nema að Skallagrímur er með 10 stolna á meðan FSU er með 5 stykki.

Leikmenn: Aaron var komin með 14 stig, Eyjó 9 stig og Kristó 7 stig. Hjá FSU var Ari komin með 14 stig, Florijan 7 stig og Hlynur 6 stig(6 stoð)

 

 

3.leikhluti: „Hlaup og byssa“.

 

Fyrstu mínútur seinni hálfleiks fóru í að liðin skiptust á körfum. FSU náði að koma muninum í 52-50 en þá kom Kristófer með 7 stig í röð og Skallagrímur keyrðu upp hraðann. Hamborgaralyktin hafði ekki góð áhrif á FSU-menn því Skallar settu þá í gang 14-2 hlaup og komust í þægilegt forskot fyrir síðasta leikhlutan 79-63.

 

4.leikhluti: „Aldrei hætta“.

 

Leikmenn Skallagríms voru mikið grimmari í öllum sínum aðgerðum. Þó svo að Ari Gylfa hafi komið með þrista hér og þar, þá keyrðu  leikmenn Skallagríms upp hraðan, með ferskar lappir af bekknum,  leikhlutan 31-20 og leikin allan 110-83. 

 

Liðin: Skallagrímur hitti 59% á meðan FSU skaut 41%. Skallagrímur vann frákastabaráttu 43 gegn 29. Skallagrímur var með 37 stoðsendingar á móti 20.

 

Leikmenn: Aaron( 26 stig-8 fráköst-7 stoð), Eyjó(18 stig-8 fráköst-7 stoð) og Kristó( 17 stig-5 fráköst-2 stoð) voru hvað atkvæðamestir. Darrell „Good hands“Flake var með 6 stig-4 fráköst-8 stoð-3 stolna.

 

Hjá FSU voru það Ari(29 stig-2 fráköst-3 stoð), Florijan(16 stig-4 fráköst) og Charles(17 stig-5 fráköst).

 

Skallagrímur komin með 16 stig á toppi 1.deildar meðan að FSU eru í 8.sæti deildarinnar með 2 stig.

 

Upp og Áfram!!!

 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson

 

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson