Bandaríski bakvörðurinn Stefan Bonneau er samkvæmt frétttilkynningu á leiðinni frá Stjörnunni aftur eftir fremur stutta dvöld. Leikmaðurinn kom til Garðabæjarfélagsins fyrr á þessu tímabili, en meiddist snemma og náði því lítið að taka þátt í leikjum með því.

 

Samkvæmt körfuknattleiksdeildinni kom leikmaðurinn á reynslu til þeirra, en hafa þeir nú tekið þá ákvörðun að ekki verði gerður samningur við hann.

 

Fréttatilkynning KKDS:

 

Stjórn Kkd Stjörnunnar hefur ákveðið að semja ekki við Stefan Bonneau. Hann kom til reynslu í mánuð til félagsins en stóðst því miður ekki læknisskoðun. Kkd Stjörnunnar óskar Stefani alls hins besta í frramtíðinni og vonar að hann nái sér sem fyrst og geti farið að leika listir sínar inná vellinum.