Söfnun sem Grindvíkingar efndu til á dögunum til styrktar fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar gekk vel skv. færslu félagsins á Facebook. Magnús Andri sem var fyrrum formaður KKD UMFG var bráðkvaddur og af þeim sökum efndi deildin til söfnunar fyrir fjölskyldu hans.

Í færslu Grindvíkinga segir að ánægja sé með hve vel hafi verið tekið í söfnunia og að dómarar leiksins hafi einnig greitt sig inn á leikinn sem og gefið eftir dómaralaunin. Sjá færslu KKD UMFG hér að neðan: