ÍA komu í Stykkishólm í vesturlandsslag og nokkuð síðan þessi lið mættust í deildarleik. Skagamenn sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og leita sinna fyrstu stiga. Snæfell hins vegar í 5. Sæti deildarinnar fyrir leikinn.

 

Snæfell tóku forystu snemma 6-2 og Geir Elías sjóðhit(t)naði í fyrsta leikhluta og var búinn að skora 14 stig og 4 af 5 í þristum þegar Snæfell komust í 31-16. Þá slaknaði á varnaleiknum og ÍA nýttu sín skot vel með Derek Shouse fremstan og söxuðu á undir lokin. Staðan 34-25.

 

Snæfell byrjuðu annan hlutan vel gegn afleitum leik ÍA og eftir um 4 mín leik var staðan orðin 46-25 og 12-0 kafli Snæfells að fara illa með skagamenn. Snæfell leiddi með 23 stigum í hálfleik 63-40 sem hefði sennilega getað verið meira ef varnaleikurinn hefði fylgt sóknarleikum alla leið.

 

Snæfellingar voru farnir að leiða með 30+ í seinni hálfleik og eftir þriðja leikhluta var staðan 93-56 fyrir heimamenn. Snæfell vann auðveldan sigur 116-79.

 

Þáttaskilin voru strax í upphafi leiks og Snæfell þurftu ekki toppleik í dag til að sigra lið ÍA sem virðast eiga nokkuð verkefni fyrir höndum.

 

Hetja leiksins var Nökkvi Már sem kom gríðalega sterkur af bekknum með 25 stig 7/9 í þristum (78%). Christian Covile var stigahæstur Snæfells með 27 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Geir Elías hjá Snæfelli sem setti tóninn í fyrsta hluta gældi einnig við hetjuna líkt og þeir tveir fyrrnefndu, endaði með 6/11 í þristum og setti niður 20 stig alls. Viktor Marinó var duglegur að sprengja upp völlinn og skoraði 19 stig.

 

Hjá ÍA var Derek Shouse að halda uppi sóknarleiknum og lét hann hlutina gerast en kappinn endaði með 33 stig og 10 fráköst. Björn Steinar var með 12 stig og 7 fráköst.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Símon Hjaltalín