Körfuknattleiksdómarinn Davíð Tómas Tómasson leggur land undir fótinn í fyrramálið og ferðast til Svíþjóð, þar sem hann mun á fimmtudaginn dæma sinn fyrsta Evrópuleik þegar að Umeå Udominate taka á móti MBA Moscow í Eurocup kvenna.

 

Aðspurður segir Davíð langþráðan draum vera að rætast fyrir sig með við það að fá að dæma Evrópuleik, enn frekar segir hann:

 

"Eitthvað sem manni hefur dreymt um síðan maður var 18 – 19 ára. Það hætti svo að vera draumur fyrir um 4 árum síðan og varð markmið og núna er ævintýrið hafið 

 

"Það var heldur alls ekkert víst að nýir FIBA dómarar fengu leiki strax í vetur, flestir ættu að bíða rólegir eftir sumarmótunum en okkur var samt tjáð að einhverjir myndu fá leiki mid season og það er auðvitað gaman að fá að vera partur af því. Auðvitað á maður sér allskonar drauma þegar það kemur að Evrópuverkefnum .. Ætli næsta mál á dagskrá sé ekki að breyta þessum draumum í markmið!"

 

Fyrir ferðina út þarf Davíð að sjá til þess að hann uppfylli hörð útlitsskilyrði FIBA dómara, en eins og sjá má í færslu hans af Facebook, er ásýnd hans nokkur önnur eftir að hann rakaði af sér allt skeggið og setti krem yfir þau húðflúr sem sáust á honum. 

 

Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að raka skeggið sagði Davíð:

 

"Jáá það nánast grátið við raksturinn á skegginu .. Ég hef rakað mig einu sinni síðustu 2 árin og var það einmitt útaf hittingi allra nýrra FIBA dómara í Króatíu í sumar.. Þetta eru einhverjar reglur varðandi snyrtimennsku, maður sýnir því bara skilning.. Einhverstaðar hef ég heyrt að það sé samt í lagi að vera með mottu. Spurning um að safna í eina grjótharða trucker mottu!"

 

Facebook: