Fjósið, Borgarnesi.
Skallagrímur og Njarðvík áttust við í 8.umferð Dominos-deildar kvenna. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Skallagrímur öll völd og kláruðu leikinn 86-79.
Eftir LANGT landsleikjahlé var loks komið að leik. Skallagrímur sigraði Hauka í Fjósinu í síðasta leik en Njarðvík tapaði gegn grönnum sínum í Keflavík. Skallagrímur var fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar með 4 sigra en Njarðvík enn án sigurs í deildinni.
Dómarar leiksins eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson, Halldór Geir Jensson og Sigurbaldur Frímansson. Geggjað teymi!!
Byrjunarlið Skallagríms: Sigrún-Guðrún-Carmen-Heiðrún-Jóhanna.
Byrjunarlið Njarðvík: Björk-María-Hulda-Shalonda-Hrund.
1. leikhluti.
Bæði lið byrjuðu með krafti. Skiptust á körfum og voru varnartilburðir liðana ekki þeir bestu. Hrund byrjaði leikinn gríðarlega vel en margir leikmenn Njarðvíkur voru að leggja í púkk. Njaðvík kom cher yfir undir lok leikhlutans, 20-25.
2. leikhluti.
Jafnræði var með liðum í um 5 mín af leikhlutanum. En í stöðunni 27-27 kom Njarðvík með 4-13 hlaup áður en Carmen setur einn frá Brákareyju. Staðan í hálfleik 34-40.
Hjá Skallagrím voru tvær að sjá um stigaskor. Sigrún var með 13 stig og 5 fráköst. Carmen var með 20 stig og 7 fráköst.
Hjá Njarðvík voru 8 leikmenn komnar með stig eða meira en Shalonda var komin með 18 stig og 7 fráköst.
Skallagrímur að skjóta 29% í fyrri hálfeik meðan að Njarðvík var með 40%.
3.leikhluti.
Miklu meiri grimmd einkenndi leikhlutan. Skallagrímur ívið grimmari og með mikilli grimmd, jöfnuðu þær í 50-50. Jóhanna og Carmen sáu síðan um að klára leikhlutan með 9-2 áhlaupi. Staðan fyrir síðasta leikhlutan, 59-52. Skallagrímur vann leikhlutan 25-12.
4.leikhluti.
Bæði lið fóru að skiptast á körfum og voru Njarðvíkur stelpur að hitta vel fyrir utan. Í stöðunni 62-60 kemur þá 10-2 kafli þar sem Jóhanna og Carmen fóru mikið. Njarðvík reyndi að klóra í bakkan og náðu muninum í 82-79 þegar um 1 mínuta var eftir af leiknum. En Skallagrímur voru sterkari á loka sprettinum og kláraði leikinn 86-79.
Skallagrímur náði að komast í takt við leikinn í 3.leikhluta. Fóru að tala, spila vörn og hafa gaman. Um leið og þær fóru að hitta fyrir utan og náðu að setja saman 2-4 stopp í röð voru þær illráðanlegar. Njarðvík eiga hrós skilið að hafa spilað vel, mjög vel í fyrri hálfleik. En með slæmum 3.leikhluta fór smá sjálfstraust í liðinu en liðið náði samt að koma vel til baka undir lok 4.leikhluta.
Atkvæðamestar í liði Skallagríms voru það þær Carmen( 47 stig-13 fráköst-6 stoðsendingar), Sigrún( 19 stig- 10 fráköst) og Jóhanna( 12 stig-4 fráköst-4 stolnir).
Hjá Njarðvík voru það þær Shalonda( 35 stig- 17 fráköst-3 stoð-3 stolnir), Hrund( 8 stig-5 fráköst-2 stoð) og Björk( 9 stig-4 fráköst-3 stoð-1 stolin).
Upp og Áfram!!!
Myndasafn (Væntanlegt)
Viðtöl eftir leik:
Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson
Myndir / Ómar Örn Ragnarsson