Stjórn Skallagríms hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Zac Carter sem kom til liðsins fyrir tímabilið. Þjálfarar og stjórn töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem gæti leikið fleiri stöður á báðum endum vallarins. 

 

Nýr erlendur leikmaður Skallagríms heitir Aaron Parks og er hann væntanlegur til landsins í dag. Parks þessi hefur leikið með CSUN háskólanum í USA síðustu ár við góðan orðstýr og verður spennandi að sjá þennan fjölhæfa bakvörð í 1. deildinni. 

 

Skallagrímur er í efsta sæti 1.deildar karla eftir sjö umferðir. Liði hefur einungis tapað einum leik og var það gegn Breiðablik á mánudag. Liðið leikur gegn Vestra næstkomandi fimmtudagskvöld en bæði lið hafa farið vel af stað.