Skallagrímur-Ármann.
Drengjaflokkur.
Fjósið.
Leikurinn.
Skallagrímur byrjaði leikinn með miklum látum, kannski of miklum látum því þeir misstu 5 galopin sniðskot. En þeir bættu einbeitinguna og kláruðu leikhlutan með stæl. Gestirnir frá höfuðborginni náðu að skora fínar körfur en pressa Skalla var þeim erfið. Staða eftir 1.leikhluta 41-13.
Skallar héldu áfram að sprengja leikinn upp og uppskáru í leikhléi 43 stiga mun, 69-26. Gestirnir réðu lítið við pressu heimamanna og voru í töluverðum erfiðleikum.
Munurinn hélst áfram en mikið var um klaufaskap og „sloppy“sendingar til að byrja með. Skallagrímur héldu samt áfram með kraftinn og enduðu leikhlutan, 92-37.
Síðasti leihlutin fór svo fram og sigraði Skallagrímur örugglega, 111-51.
Atkvæða mestu menn Skallagríms voru þeir allir. Góð liðsheild og flottur liðsigur.
Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson