Skallagrímur heldur áfram á sigurbraut. Liðið sigraði Snæfell í kvöld í kaflaskiptum leik sem endaði á sigri Skallagríms eins og áður segir, 108-97.

 

Umfjöllun leiks.

 

Skallagrímur unnið alla 5 leiki sína í deild en Snæfell með 3 sigra og 2 töp.

Í síðustu umferð þá unnu Snæfell góðan sigur á ÍA en Skallagrímur lagði Gnúpverja.

 

Fjósið.

 

Byrjunarlið liðanna.

Snæfell: Coville-Sveinn-Viktor-Geir-Jón Páll.

Skallagrímur:  Flake-Eyjólfur-Zach-Kristján-Kristófer.

Dómarar leiksins: Aðalsteinn Hrafnkelsson og Aron Rúnarsson. Hööörku tvenna á ferðinni.

 

1.leikhluti.

 

Sveinn Arnar“Svenni“ opnar leikinn með þriggja stiga körfu. Bæði lið voru að hitta vel fyrir utan og mikill hraði er í leiknum en þegar Skallagrímur tekur leikhlé í stöðunni 16-14, þá breytist spilamennska Skalla. Einbeittari sóknarlega og varnarlega með Bjarni“Godman“  fun heitan. Snæfell náði að bíta aðeins frá sér en samt er staðan 36-24 fyrir Skallagrím eftir 1.leikhluta. Vítanýting Skallagríms í 1.leikhluta var skelfileg. 2/10 í vítum.

 

2.leikhluti. 

 

Snæfell byrjaði leikhlutan betur  og komu muninum í 10 stig 40-30. En strax kom áhlaup frá Sköllum og Ingi þarf að taka leikhlé. Snæfell prófar að fara í svæðispressu en Skallar ná að opna hana auðveldlega og er komnir í 49-32 og að lokum 61-40. Inga Þór þjálfari Snæfell var vikið út úr húsi eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. 

 

Helstu tölfræði punktar fyrri hálfleiks:

 

Skallagrímur. 34 fráköst-17 stoðsendingar-6/16 vítanýting-25/47 skotnýting.

Snæfell. 23 fráköst-8 stoðsendingar-11/15 vítanýting-13/41 skotnýting.

 

Helstu kappar: 

 

Skallagrímur. Bjarni“Godman“ 13 stig- 4 fráköst-Zach Carter 16 stig og Eyjólfur“Eyjó“ 8 stig-6 fráköst-4 stoð.

Snæfell. Geir 10 stig-6 fráköst-Coville 12 stig-4 fráköst-3 stoð.

3.leikhluti.

 

Skallar byrja af krafti en tapa mikið af boltum. Snæfell kemst í smá gír en þá kemur Bjarni“Godman“ og Zach með drifkraft og seiglu og koma stöðunni upp í 28 stig, 81-53. En Snæfell kemst í smá gír með Coville-Geir blönduna og laga stöðuna í 85-65 fyrir síðasta leikhlutan.

 

4.leikhluti

 

Skallgrím gekk fremur erfiðlega að finna botn körfunar í byrjun síðusta leikhluta en Coville snögg hitnaði heldur betur. Hann og Geir fóru að hitta allsvaðalega og munurinn 89-78 og 7 mín eftir af leiknum. GAME ON!!!! En svo kom kafli tapaðra bolta og lélegra skota. Snæfell að spila einhversskonar „MatchUPsvæðisvörn“ og gekk illa hjá Sköllum að skora. Þorbergur“Tobbi Marínós“ kemur stöðunni í 94-83 og stemminginn Snæfells megin. En Svenni fær tæknivillu strax í næstu vörn og Skallar sigla þessu heim. Lokatölur 108-97.

 

Skallgrímur hitti skelfilega frá vítalínunni í kvöld, 16/30 og skelltu cher í 17 tapaða bolta einnig. En það kom ekki að sök. Bjarni“Godman“ var maður leiksins í kvöld. Ó-cher-hlífin og henti í 17 stig-8 fráköst-4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Zach var með 34 stig og var flottur. 

 

Snæfell voru með 18 tapaða bolta og töpuðu frákastabaráttunni. Snæfell má þó eiga það að þeir héldu áfram, þó svo að þeir væru komnir 28 stigum undir í 3.leikhluta. Coville og Geir voru í Cherflokki í kvöld. Coville með 35 stig-9 fráköst-5 stoð-5 stolna. Geir með 23 stig-9 fráköst og 5 stoð.

 

Dómarar kvöldsins komust ekki í takt við leikinn. Leikurinn var hraður, mikið um pústra(eins og gengur í leikjum þessara liða) og voru sumir dómar mjög undarlegir. 

 

En UPP OG ÁFRAM!!!

 

Viðtöl eftir leik: 

 

Tölfræði leiksins 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson