Snæfell og Skallagrímur mættust öðru sinni í dag og nú í Stykkishólmi en fyrsti leikur þeirra í Borgarnesi fór 73-84 fyrir Snæfell. Snæfell með 9 leikmenn í dag og fjölgar lítillega á milli leikja. Skallagrímur með 10 stig í 4. sæti fyrir leikinn en Snæfell í því 7. með 6 stig.

 

 

Í hnotskurn

Leikurinn var stigalaus í tvær mínútur en þá opnaði Kristen McCarthy stigareikninginn. Snæfell var að ströggla í sóknum sínum, hittu ekki vel og náðu lítið af fráköstum. Skallagrímsstúlkur voru hins vegar gráðugri á körfuna sem gaf þeim góða forystu eftir fyrsta fjórðung 6-20.

 

Hálfleikstölur voru 20-38 og Snæfell búnar skjóta 0/13 í þristum sem sagði mjög margt um þeirra hittni í leiknum og alls 23% nýting. Skallagrímur var með 10 fráköstum meira en Snæfell og daufur dagur í gangi hjá heimastúlkum.

 

Snæfell áttu 8-0 sprett í þriðja leikhluta úr 25-45 í 33-45 en það var verkefni að saxa á Skallgrím sem létu ekki slá sig alveg út af laginu og voru með forystu fyrir fjórða fjórðung 40-52.

 

Snæfell reyndu á undir lokin en náðu ekki að gera einhvern leik úr þessu og loktölur 56-67 fyrir gestina í Skallagrím.

 

Þáttaskil

Fyrsti leikhluti skildi strax að og sex stig Snæfells og gríðalega slök hittni þeirra í fyrri hálfleik var tónn sem breyttist ekki heilt yfir. Skallagrímur var ekkert að spila frábæran leik en gerðu nóg í dag til að halda forystu og voru duglegar þegar á reyndi að stoppa og halda fókus.

 

Hetjan

Carmen Tyson Thomas var með 36 stig og 18 fráköst og fékk gott rými í dag. Næst á eftir henni var Sigrún Sjöfn með 15 stig og 9 fráköst.

 

Tölurnar

Skallagrímur tók 54 fráköst gegn 38 Snæfells og baráttan undir körfunni var einstefna gestana. Skotnýting Snæfells var afleit 28% og miðað við um 90 stig frá síðasta leik þá var alger viðsnúningur á liðinu í dag. Kristen McCarthy skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og átti 8 stolna bolta. Berglind Gunnarsdóttir var með 17 stig og 8 fráköst.

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín