Fyrstu deildar lið ÍA hefur fundið eftirmann Derek Shouse fyrir baráttuna í vetur. Shouse meiddist á læri fyrir stuttu og bað sjálfur um að fara til USA. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍA sem barst Karfan.is í dag. 

 

Hana má finna í heild sinni hér að neðan:

 

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur samið við nýjan erlendan leikmann eftir að Derek Shouse yfirgaf félagið vegna slæmra meiðsla. Okkar nýjasti leikmaður heitir Marcus Levi Dewberry en hann útskrifaðist úr háskóla síðastliðið vor og lék með Saint Leo Lions. Þar var hann með að meðaltali í leik 20,5 stig, 4,8 stoðsendingar og 5,1 frákast á útskriftarári sínu sem skilaði honum sæti í öðru úrvalsliði deildarinnar það tímabilið.

 

Við hjá ÍA erum mjög spenntir fyrir komu Marcusar til liðsins og bindum miklar vonir við kappann, sem er sömuleiðis mjög spenntur að spila fyrir ÍA.