Stjarnan hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Sherrod Wright um að leika með félaginu í Dominos deild karla. Wright ætti að vera öllum áhangendum Dominos deildarinnar vel kunnur, en hann spilaði með Haukum á síðasta tímabili og tímabilið 2015-16 með Snæfelli.
Í 48 leikjum á þessum tveimur tímabilum í deildinni skoraði Wright 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik
Fyrir er bandaríkjamaðurinn Collin Pryor á mála hjá Stjörnunni, en hann mun verða áfram, þar sem hann á enn rúm tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Stjarnan er sem stendur í 8.-10. sæti deildarinnar með 2 sigra eftir 6 leiki.