Áttunda umferð Dominos deildar karla fer fram í dag og á morgun. Á Sauðárkróki mætast topp- og botnlið deildarinnar þegar Tindstóll tekur á móti Hett. 

 

Það er áhugaverð viðureign leikmanna í þessum leik en bræðum mætast. Bræðurnir Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikmaður Tindastóls og Bergþór Ægir Ríkharðsson leikmaður Hattar mætast í leiknum og það í fyrsta sinn í alvöru leik. 

 

Þeir bræður voru saman í Fjölni áður en Björgvin fór fyrst til ÍR fyrir fjórum árum og síðar Tindastól fyrir síðasta tímabil. Síðan þá hafa þeir verið í sitthvorri deildinni en Bergþór hefur leikið með Fjölni allt þangað til að gekk til liðs við Hött fyrir þetta tímabil. 

 

Tímabilið 2014-2015 voru þeir þó báðir í Dominos deildinni en það tímabil lék Björgvin ekkert vegna krossbandsslita. Þeir hafa því aldrei mæst í mótsleik en hafa þó tvisvar mæst í æfingaleik. 

 

Aðspurður um hvort það væri ekki spennandi að mæta bróður sínum loksins á vellinum sagði Björgvin: „Jú klárlega, þetta verður bara barátta þótt að maður vilji að litla bróður gangi sem best.“. 

 

Foreldrar þeirra eru ekki í öfundsverðu hlutverki fyrir þennan leik og geta ekki stutt annað liðið. Björgvin sagði þau þó vera spennt fyrir viðureigninni og væri mætt Sauðárkrók til að fylgjast með leiknum. 

 

Til gamans má geta að systir þeirra Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir leikur með Skallagrím í Dominos deild kvenna. Það er því ljóst að þau Jóhanna og Ríkharður foreldrar þeirra hafa gert vel í körfubolta uppeldinu.