Snæfell vann öflugan 103-99 sigur á Breiðablikí 1. deild karla í gærkvöldi. Christian Covile for mikinn sem fyrr hjá Hólmurum með 31 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og ansi mögnuð tilþrif þegar hann saumaði sig í gegnum vörn Blika og tróð með látum eins og sést hér að neðan:

 

Eftir sigurinn í gær er Snæfell í 3. sæti 1. deildar með 10 stig eins og Vestri og Hamar en Skallagrímur trónir á toppnum með 14 stig og Breiðablik er með 12 í 2. sæti deildarinnar.

Staðan í 1. deild karla