Tindastóll sigraði heimamenn í Keflavík í 6. umferð Dominos deildar karla, 88-97. Eftir leikinn deilir Tindastóll því enn toppsæti deildarinnar með ÍR, en Keflavík er í því 3. ásamt KR og Njarðvík.

 

Fyrir leik

Þessi lið háð marga góða rimmuna á síðustu tveimur árum. Þar sem að Tindastóll sló Keflavík út úr úrslitakeppninni 2016, en Keflavík launaði svo greiðann síðasta vor.

 

Gangur leiks

Tindastóll hóf leik betur. Keflavík tók þó fljótt við sér, en voru samt 6 stigum undir eftir 1. leikhluta, 16-22. Eftir aðeins 5 mínútna leik í 2. leikhlutanum meiðist besti leikmaður Tindastóls, Antonio Hester og tekur ekki frekari þátt. Þeir þá 5 stigum yfir, en mikið hafði farið í gegnum hann sóknarlega fram að þessu í leiknum, var með 16 stig (8/9 í skotum) og 6 fráköst.

 

Við þetta er eins og restin af liði Tindastóls hafi vaknað. Klára fyrri hálfleikinn með 6 stiga forskoti, 41-47

 

Í þriðja leikhlutanum fór sóknarsýning leikstjórnanda Tindastóls, Péturs Rúnars Birgissonar af stað. Var hann með öllu óstöðvandi í leikhlutanum. Fyrir lokaleikhlutann leiða þeir með 19 stigum, 59-78.

 

Í fjórða leikhlutanum gerðu heimamenn í Keflavík heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum. Brjóta forskot gestana hægt en bítndi niður og eru aðeins 5 stigum undir þegar um 2 mínútur eru eftir af leiknum. Þá setur Tindastóll lásinn aftur yfir körfuna og klára leikinn að lokum með 9 stiga sigri, 88-97.

 

Vörnin

Gestirnir settu tóninn strax í upphafi leiks. Í fyrstu heilsu sókn náði Keflavík ekki skoti. Sterk vörn Tindastóls á löngum köflum í leiknum var ein helsta ástæða þess að þeir unnu þennan leik. Þegar að þeir þurftu að fá stopp, þá gekk það upp hjá þeim. Alveg án þess að vera neitt grófir voru þeir heilt yfir harðari heldur en Keflavík í kvöld.

 

Hvar var hann?

Næst framlagshæsti leikmaður Keflavíkur í kvöld var bandaríkjamaðurinn Cameron Forte. Eitthvað hafa þó samskipti hans og þjálfara liðsins klikkað, því undir lok leiksins, allan síðasta leikhlutann, spilaði hann ekki neitt. Lauk hann leik með 13 stigum og 11 fráköstum.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Keflavík fékk 17 villur dæmdar á sig í leiknum en Tindastóll 25. Eins og áður var tekið fram voru leikmenn Tindastóls hreinlega miklu sterkari heldur en heimamenn í leiknum í kvöld og þó að sjálfsögðu sé ekki verið að hrósa gestunum fyrir þessi brot, þá benda þau óneitanlega á staðreyndina.

 

Hetjan

Það er ekki hægt að hitna jafn mikið í sigurleik og Pétur Rúnar gerði án þess að vera kallaður hetjan. Fyrir utan eldinn í þriðja leikhluta átti hann frábæran leik, í heildina skoraði hann 26 stig, tók 7 fráköst og gaf 13 stoðsendingar, en það eru flestar stoðsendingar sem leikmaður hefur gefið í einum leik það sem af er tímabili.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun, viðtöl / Davíð Eldur

 

Viðtöl: