Leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij og framherjinn Sigurður Þorvaldsson verða fjarri góðu gamni þegar að meistarar KR heimsækja Grindavík í Mustad Höllina í kvöld í lokaleik 6. umferðar Dominos deildar karla. Samkvæmt þjálfara liðsins, Finn Frey Stefánssyni, eru þeir báðir frá vegna meiðsla, en ættu að verða klárir í næstu viku.

 

Ljóst er að það munar um minna fyrir KR liðið. Í þeim 5 leikjum sem hvor hefur tekið þátt í fyrir KR í vetur hafa þeir saman verið að skila rúmum 21 framlagsstigi að meðaltali í leik, en það er um 20% heildarframlags liðsins í hverjum leik.

 

Leikurinn hefst kl. 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.