Óvíst er með þátttöku bakvarðar Grindavíkur, Dags Kár Jónssonar í næstu umferð Dominos deildarinnar, þar sem að Grindavík heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna komandi föstudag, en Dagur meiddist á hnéi á lokamínútum sigurs síns manna á Íslandsmeisturum KR í síðustu umferð Dominos deildar karla.

 

Grindavík tapaði fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni í 16 liða úrslitum Maltbikarkeppninnar þann 6. síðastliðinn í spennandi leik og þyrstir því væntanlega að koma fram hefndum í þessari næstu umferð.

 

Segist Dagur varla hafa getað hreyft hnéið fyrst eftir leikinn, en hann hafi skánað mikið á þeim dögum sem liðnir eru frá honum. Enn frekar segir hann að þetta eigi eftir að koma betur í ljós, en líklega sé þetta ekkert mjög alvarlegt.

 

Ljóst er að það munar um minna fyrir Grindavíkurliðið, en Dagur hefur skilað 14 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik það sem af er vetri.