Ísland hóf leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer árið 2019. Andstæðingarnir í dag voru Tékkar en leikið var ytra. 

 

Tékkar höfðu fína forystu frá fyrsta leikhluta en þriggja stiga skot Íslands vildu alls ekki ofaní í dag. Ísland var samt alltaf í skugganum á Tékklandi og hleyptu þeim aldrei langt frá sér. 

 

Tékklandi tókst þó að koma sér í 20 stiga forystu í loka fjórðungnum en þeir hittu vel og spiluðu góða vörn. Lokastaðan x sem var óþarflega stórt tap en Íslenska liðið á mikið inni miðað við frammistöðu dagsins. 

 

Ísland tekur á móti Búlgaríu í öðrum leik F-riðils næsta mánudagskvöld í Laugardalshöll. Búlgaría tapaði gegn Finnlandi í kvöld og því ljóst að næsti leikur verður mikilvægur fyrir bæði lið. 

 

Nánar verður fjallað um leikinn í kvöld og viðtöl við leikmenn og þjálfara eru væntanleg á Karfan.is. 

Úrslit dagsins: 

 

Undankeppni HM 2019 – F riðill: 

 

Tékkland 89-69 Ísland

 

Búlgaría 79-82 Finnland