Mánaðarlega mun Karfan birta kraftröðun í vetur. Þar er ekki aðeins tekin til staða liðanna í deildinni, heldur einnig breytingar á leikmannahópum og það gengi, eða sú sveifla sem liðið er í á hverri stundu.

 

1. deild kvenna fékk ekki október röðun sína sökum of fárra leikja, en fær núna nóvember röðunina sem tekur til október mánuð líka. Það sem horft er til í þessari annarri útgáfu eru sigrar í deildinni (og gegn hvaða liðum), tölfræði liðanna og almennt hvernig liðið lítur út á vellinum.

 

Örvarnar á þessum lista merkja færslu liða á milli mánaða.

 

 

#1: KR

 

 

Vesturbæjarliðið hefur góðar og efnilegar ungar stelpur ásamt því að vera með nokkuð góðan erlendan leikmann í Desiree Ramos. Málið er að hún þarf ekki að spila allan tímann til að liðið standi sig. Hún spilar ekki 20 mínútur að meðaltali í leik og liðið hennar er ósigrað. KR-ingar eru að skora 20 stigum meira að meðaltali í leik en næstu tvö liðin. Nokkuð öruggar með fyrsta sætið í bili.

Breyting: Upp um eitt sæti

 

Næstu 5 leikir:

10. nóvember    @ Þór Ak.

25. nóvember    @ Hamar

29. nóvember    gegn Ármann

03. desember    @ Fjölnir

09. desember    gegn ÍR

 

 

#2: Grindavík

 

 

Þrátt fyrir að hafa tapað tveimur leikjum úr sex og að vera í 3. sæti eru Grindavíkurstelpur á góðu róli. Þær eiga líka Angelu Rodriguez inni sem mun með Emblu Kristínardóttur kannski stríða KR. Grindavík hefur samt ekki ennþá staðið undir væntingum og gætu misst Emblu meira út vegna landsliðsverkefna. Eru þó með fleiri afgerandi leikmenn en Fjölnir.

Breyting: Niður um eitt sæti

 

Næstu 5 leikir:

12. nóvember    gegn Hamar

18. nóvember    gegn Ármann

26. nóvember    @ Fjölnir

28. nóvember    gegn ÍR

16. desember    gegn KR

 

 

#3: Fjölnir

 

 

 

Fjölnir hóf tímabilið án McCalle Feller, rétt unnu ÍR-inga og töpuðu naumt fyrir Grindavík. Feller virðist vera mikill orkubolti og góð fyrir móralinn, en gæti verið meira afgerandi. Þær Grafarvogsstelpur eru þó í öðru sæti deildarinnar en eru samt ekki betri en KR og Grindavík. Kyrrar í bili í þriðja sætinu.

Breyting: Engin

 

Næstu 5 leikir:

18. nóvember    @ ÍR

26. nóvember    gegn Grindavík

03. desember    gegn KR

09. desember    @ Hamar

17. desember    gegn Ármann

 

 

#4: ÍR

 

 

Breiðholtspíurnar sóttu sinn fyrsta sigur í Hveragerði fyrir skemmstu og eru núna búnar að spila við öll þrjú toppliðin. Fyrir utan 49 stiga tap gegn efsta sætinu, KR, þá hafa þær verið í öllum leikjum sínum og núna gæti leiðin legið upp á við. Þær eru í 6. sæti í deildinni, en munu rísa hægt og rólega þegar þær fara að spila við neðri liðin í deildinni.

Breyting: Engin

 

Næstu 5 leikir:

12. nóvember    gegn Ármann

18. nóvember    gegn Fjölnir

25. nóvember    gegn Þór Ak.

28. nóvember    @ Grindavík

09. desember    @ KR    

 

 

#5: Þór Akureyri

 

 

Lið Akureyrar er skipað mörgum ungum stúlkum ásamt nokkrum reynsluboltum og náðu m.a. að stela sigri í æsispennandi leik gegn Grindavík. Þær geta á góðum degi unnið topplið en á sama tíma aðeins unnið botnliðið með 17 stigum. Við þurfum að sjá fleiri leiki með þeim til að meta liðið betur, en þær eru betri en við bjuggumst við í fyrstu.

Breyting: Upp um tvö sæti

 

Næstu 5 leikir:

10. nóvember    gegn KR

18. nóvember    gegn Hamar

19. nóvember    gegn Hamar

24. nóvember    @ Ármann

25. nóvember    @ ÍR    

 

 

#6: Hamar

 

 

 

Hamar hefur tapað 4 leikjum og aðeins unnið Ármenninga. Þær töpuðu naumt gegn ÍR fyrir skemmstu þannig að það gæti vel verið að þær séu að spila undir getu. Við teljum það þó ólíklegt, þetta er sjötta besta lið 1. deildarinnar.

Breyting: Niður um eitt sæti

 

Næstu 5 leikir:

12. nóvember    @ Grindavík

18. nóvember    @ Þór Ak.

19. nóvember    @ Þór Ak.

25. nóvember    gegn KR

01. desember    @ Árman

 

 

#7: Ármann

 

 

Karl Guðlaugsson þjálfari Ármanns sagði eftir 50 stiga tap gegn Fjölni að þetta tímabil eigi eftir að verða erfitt. Við erum sammála en fögnum því að fleiri kvennalið séu að taka slaginn. Þær ná vonandi að vinna leik á tímabilinu en verða neðstar í deildinni og í þessari kraftröðun.

Breyting: Niður um eitt sæti

 

Næstu 5 leikir:

12. nóvember    @ ÍR

18. nóvember    @ Grindavík

24. nóvember    gegn Þór Ak.

29. nóvember    @ KR

01. desember    gegn Hamar