Fimm leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. KR sigraði Þór Akureyri í DHL Höllinni, Grindavík lagði Hött á Egilsstöðum, í Síkinu sigruðu heimamenn í Tindastól lið Hauka, Njarðvík sigraði Val í Ljónagryfjunni og í Garðabænum sigraði ÍR heimamenn í Stjörnunni.

 

Þá voru einnig tveir leikir í fyrstu deildinni. Á Selfossi sigraði Fjölnir heimamenn í FSu. Seinni leikurinn var á milli Gnúpverja og Skallagríms, en þar sem hann byrjaði rúmum klukkutíma seinna, þá eru ekki komin úrslit úr honum.

 

Hérna er staðan í Dominos deild karla

Hérna er staðan í 1. deild karla

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Tindastóll 91 – 78 Haukar 

Höttur  70 – 100 Grindavík 

KR  93 – 68 Þór Akureyri 

Stjarnan  75 – 80 ÍR 

Njarðvík  86 – 83 Valur

 

1. deild karla:

Gnúpverjar xx – xx Skallagrímur – Leikur hófst kl. 20:30
 

FSu 75 – 79 Fjölnir