Fjórir leikir fara fram í Maltbikarkeppni karla og kvenna í dag. Leikið er í 16 liða úrslitum í báðum flokkum og er nú þegar ljóst að nokkur lið eru komin áfram. 

 

Í Maltbikar karla mæta 1. deildar lið í heimsókn til efstu deildar liða í Höfuðborginni. Í Breiðholtinu er Snæfell í heimsókn en í Vesturbænum eru það Ísfirðingarnir í Vestra  sem mæta. 

 

Í Maltbikar kvenna eru tveir úrvalsdeildarslagir. Nágrannaslagur Breiðabliks og Hauka fer fram í Smáranum í dag, liðin mættust fyrir stuttu og þá hafði Breiðablik betur nokkuð óvænt en Haukar hafa aðeins misst taktinn síðustu vikur eftir frábæra byrjun. Í Njarðvík kemur Stjarnan í heimsókn en Njarðvík er enn án sigurs í Dominos deildinni og vilja sjálfsagt koma sér í gang með sigri í dag.

 

Karfan.is mun fjalla ítar um alla leiki dagsins en þá má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins: 

 

Maltbikarkeppni karla:

 

ÍR – Snæfell – kl. 16:00

KR – Vestri – kl. 16:30 í beinni á KR TV
 

Maltbikarkeppni kvenna:

 

Breiðablik – Haukar – kl. 16:00 í beinni á RÚV
 

Njarðvík – Stjarnan – kl. 19:15