Lovísa Björt Henningsdóttir er komin aftur af stað fyrir lið Marist í Bandaríska háskólaboltanum eftir nokkuð erfið meiðsli. Tímabilið hjá Marist er að hefjast þessa dagana og segist Lovísa spennt fyrir komandi tímabili. 

 

Eins og Karfan.is greindi frá í apríl síðastliðnum þurfti Lovísa að fara í aðgerð á mjöðm síðasta vor og var talið að hún yrði frá í 4-6 mánuði. Hún er hinsvegar komin á fullt núna með liðinu og er klár í upphafi tímabils. 

 

Marist birti myndband á Twitter síðu sinni þar sem áhagandur liðsins fá að kynnast henni aðeins betur. Þar segir hún meðal annars að Bláa Lónið sé sá staður sem allir þurfi að fara á ef það sé að ferðast til Íslands. 

 

Lovísa er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Marist en hún var með 8,9 stig og 4,9 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili en meiðsli komu í veg fyrir að hún gæti beitt sér að fullu. 

 

Myndbandið af Lovísu má finna hér að neðan: