Stórleikur vikunnar í Euroleague fór fram í gær þegar efsta lið deildarinnar CSKA Moskva tók á móti núverandi meisturum Fenerbache. Leikurinn stóð heldur betur undir nafni. 

 

Eftir frábæra byrjun Fenerbache sem leiddi mest með 18 stigum í fyrri hálfleik en CSKA endaði hálfleikinn vel og tókst að minnka muninn. Leikurinn var svo í járnum allt til loka. 

 

Sergio Rodriquez kom CSKA einu stigi yfir með magnaðri þriggja stiga körfu þegar 15 sekúndur voru eftir. Brad Wanamaker hefði getað unnið leikinn fyrir tyrkina á vítalínuna en seinna vítið vildi ekki ofan í. Því var leikurinn framlengdur. 

 

Allt leit út fyrir að leikurinn færi í aðra framlengingu en þvingað skot Wanamaker fór framan á hringinn þegar leiktímanum var að ljúka. Nikolo Melli blakaði hinsvegar boltanum upp á allra síðustu stundu og boltinn fór ofan í. Sigurinn var því Fenerbache 95-93 sem hefur nú unnið tvo leiki í röð í Moskvu sem fá lið hafa leikið eftir.

 

Tékkinn Jan Vesely var stighæstur hjá Fenerbache með 31 stig. Sergio Rodriquez var með 20 stig fyrir CSKA og Nando De Colo með 18 stig. 

 

Helstu tilþrif leiksins og þessar æsilegu lokasekúndur má finna hér að neðan: