A landslið karla hefur leik í undankeppni HM á morgun þegar að þeir mæta heimamönnum í Tékklandi. Leikurinn annar tveggja sem liðið leikur í þessum glugga, en sá seinni er heima í Laugardalshöllinni þann 27. næstkomandi gegn Búlgaríu. 

 

Endanlegt lið koma saman seint á mánudag, þar sem að þjálfarinn Arnar Guðjónsson og leikmennirnir Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson og Jakob Örn Sigurðarson komu til móts við liðið í Prag í Tékklandi.

 

Í dag fékk liðið sína fyrstu æfingu í Tipsport Höllinni í Pardubice, þar sem leikurinn mun fara fram.

 

Myndir frá æfingu liðsins, sem fram fór í dag má sjá hér.