Ísland fær Búlgaríu í heimsókn í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn hefst kl 19:45 og er í beinni útsendingu á Rúv. 

 

Bæði lið töpuðu sínum leikjum síðasta föstudag og því mikilvægt fyrir bæði lið að komast á blað í leik dagsins ef liðin ætla að eiga möguleika í keppninni.

 

Tryggvi Snær Hlinason og Brynjar Þór Björnsson koma inní lið Íslands í dag en tilkynnt verður síðar í dag hvaða leikmaður mun hvíla. 

 

Landsliðið þarf á stuðning að halda til að ná í sigur og halda sigurhefðinni áfram sem myndast hefur í Laugardalshöll. Miðasala er á Tix.is, allir á völlinn!