Tékkneska landsliðið tilkynnti á dögunum hvaða 14 leikmenn það væru sem kæmu til með að eiga kost á að leika gegn Íslandi komandi föstudag. Líkt og hjá íslenska liðinu er eitthvað um að sterka leikmenn vanti. Líkt og leikmaður Valencia, Tryggvi Snær Hlinason, verður fjarri góðu gamni fyrir Ísland, þá vantar í Tékkneska hópinn leikmann Fenerbahce, Jan Veselý.

 

Báðir leika leikmennirnir með liðum sem leika í EuroLeague, en þar sem að liðin vilja ekki hleypa þessum leikmönnum í landsliðsverkefni þessa glugga, þurfa liðin að vera án þeirra.

 

Munar um minna, fyrir bæði lið. Íslendingum ætti að vera með öllu kunnugt um hæfileika Tryggva. Jan Veselý var valinn með 6. valrétt fyrstu umferðar nýliðavals NBA deildarinnar árið 2011. Lék þar allt til ársins 2014 áður en hann fór til Fenerbahce í Tyrklandi. Þar hefur hann heldur betur látið að sér kveða, nú síðast þegar liðið sigraði með þessari ævintýralegu sigurkörfu gegn CSKA í EuroLeague, en í honum skoraði Veselý 31 stig.

 

Hópur Tékklands þó nokkuð sterkur. Flestir (6) leika leikmennirnir með Nymburk, en það lið hefur unnið tékkneska meistaratitilinn síðustu 11 ár. Í heildina eru ellefu leikmanna þeirra í efstu deild í Tékklandi, einn leikur í Póllandi og tveir í gífurlega sterkri ACB deildinni á Spáni.

 

 

 

 

Nafn   Hæð Fæddur Félagslið
Patrik Auda   206 1989 Rosa Radom (POL)
Ond?ej Balvín   217 1992 Herbalife Gran Canaria (ESP)
Jaromír Boha?ík   197 1992 ?EZ Basketball Nymburk
Vojtech Hruban   202 1989 ?EZ Basketball Nymburk
Martin K?íž   200 1993 ?EZ Basketball Nymburk
Michal Mareš   193 1992 USK Praha
Martin Peterka   205 1995 ?EZ Basketball Nymburk
Tomáš Pomikálek   200 1989 BK ARMEX D??ín
Viktor P?lpán   195 1996 BK JIP Pardubice