Cansius háskólinn hóf leik í Bandarískja háskólaboltanum um helgina. Með liðinu leika tveir leikmenn, þær Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdánardóttir. 

 

Fyrsti leikur liðsins var gegn Colgate á föstudaginn. Ljóst er að þær stöllur eru í lykilhlutverki hjá skólanum en þær voru langatkvæðamestar í liðinu. 

 

Margrét Rósa var stigahæst með 18 stig og bætti við það 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Auk þess var hún með þrjár þriggja stiga körfur og hitti vel. 

 

Sara Rún daðraði hinsvegar við þrefalda tvennu þar sem hún skilaði 11 stigum, 7 stoðsendingar og 8 fráköst. Frammistaða þeirra dugði hinsvegar ekki þar sem Cancius tapaði leiknum 70-63.