Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Vals, Urald King. Í góðum sigri sinna manna á toppliði ÍR skilaði King 31 stigi, 14 fráköstum og 3 stoðsendingum á aðeins 28 mínútum spiluðum.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Tindastóls, Christopher Caird, leikmaður Hauka, Finnur Atli Magnússon og leikmaður Njarðvíkur, Terrell Vinson.
Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) November 17, 2017