Lykilleikmaður 6. umferðar Dominos deildar karla var leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson. Í fjarveru Antonio Hester í sigurleik liðsins gegn Keflavík steig Pétur upp. Skoraði 26 stig, tók 7 fráköst, gaf 13 stoðsendingar og stal einum bolta á þeim 36 mínútum sem hann spilaði.

 

Aðrir tilnefndir voru Urald King leikmaður Vals, Kári Jónsson leikmaður Hauka og Rashad Whack leikmaður Grindavíkur.